Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 15:52 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, og lögmaður hans hafa óskað allra gagna tengdra auglýsingu embættisins. Sýn Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu. Fyrir bréfinu er skrifaður Arnar Þór Stefánssonar, lögmaður hjá Lex, en Ársæll hefur falið honum að gæta hagsmuna hans. Í bréfinu kemur fram að Ársæll andæfi ákvörðuninni og vinnubrögðum henni tengdum harðlega. Furðu er lýst á því að ráðherra hafi ekki sjálfur verið viðstddur fundinn þar sem Ársæli var tilkynnt um að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Á nefndum fundi hafi engar aðrar skýringar verði gefnar fyrir ákvörðuninni en þær að ráðherrann mætti þetta lögum samkvæmt. Eftir á hafi sú skýring verið gefin að ákvörðunina mætti rekja til breytinga á framhaldsskólakerfinu og svæðiskrifstofum og óvissu þeim tengdum. Lögmaðurinn gefur ekki fyrir fyrir þessar skýringar enda hafi aðrir skólameistarar ekki þurft að sæta ákvörðun sem þessari. „Fullkomin valdníðsla“ Í bréfinu eru þær skýringar raktar sem lögmaðurinn og umbjóðandi hans, Ársæll Guðmundsson, telja þær rökréttustu. Fyrst eru tekin fram átök Ársæls og Ingu Sæland félagsmálaráðherra varðandi skómálsins svonefnda og gagnrýni hans á áform ráðherra um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. „Leggja verður til grundvallar, þar til annað kemur í ljós, að þetta séu í reynd ástæður þess að ráðherra tekur áðurnefnda ákvörðun nú. Þarf ekki að fjölyrða um að stjórnsýsla þessi, ef rétt reynist, fer gróflega gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins um réttmæti, meðalhóf og jafnræði. Í reynd fullkomin valdníðsla,“ segir lögmaðurinn í bréfi sínu. Óskar allra gagna og samskipta Með vísan til þessa óskar lögmaðurinn ítarlegra skýringa á ákvörðuninni. Auk þess sem öll gögn er lágu ákvörðuninni til grundvallar verði afhent, sem og afrit af fundargerð af fund þeim sem ákvörðunin var tilkynnt á. Einnig er óskað allra samskipta menntamálaráðherra við Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra og aðra ráðherra í tengslum við og í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Ársæll áskilur sér allan rétt, verði ákvörðunin ekki afturkölluð, þar á meðal að höfða mál til ógildingar hennar og/eða fjártjóns- og miskabætur vegna hennar. Lögmaðurinn tekur sérstaklega fram að hann áskilji sér rétt til að leggja fram beiðni um að leidd verði vitni fyrir dóm, þar á meðal ráðherrar, að viðlagðri refsiábyrgð um rangan framburð. Þetta yrði gert til að freista þess að komast að raun um hver í reynd voru atvik að baki þessari ákvörðun. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fyrir bréfinu er skrifaður Arnar Þór Stefánssonar, lögmaður hjá Lex, en Ársæll hefur falið honum að gæta hagsmuna hans. Í bréfinu kemur fram að Ársæll andæfi ákvörðuninni og vinnubrögðum henni tengdum harðlega. Furðu er lýst á því að ráðherra hafi ekki sjálfur verið viðstddur fundinn þar sem Ársæli var tilkynnt um að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Á nefndum fundi hafi engar aðrar skýringar verði gefnar fyrir ákvörðuninni en þær að ráðherrann mætti þetta lögum samkvæmt. Eftir á hafi sú skýring verið gefin að ákvörðunina mætti rekja til breytinga á framhaldsskólakerfinu og svæðiskrifstofum og óvissu þeim tengdum. Lögmaðurinn gefur ekki fyrir fyrir þessar skýringar enda hafi aðrir skólameistarar ekki þurft að sæta ákvörðun sem þessari. „Fullkomin valdníðsla“ Í bréfinu eru þær skýringar raktar sem lögmaðurinn og umbjóðandi hans, Ársæll Guðmundsson, telja þær rökréttustu. Fyrst eru tekin fram átök Ársæls og Ingu Sæland félagsmálaráðherra varðandi skómálsins svonefnda og gagnrýni hans á áform ráðherra um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. „Leggja verður til grundvallar, þar til annað kemur í ljós, að þetta séu í reynd ástæður þess að ráðherra tekur áðurnefnda ákvörðun nú. Þarf ekki að fjölyrða um að stjórnsýsla þessi, ef rétt reynist, fer gróflega gegn grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins um réttmæti, meðalhóf og jafnræði. Í reynd fullkomin valdníðsla,“ segir lögmaðurinn í bréfi sínu. Óskar allra gagna og samskipta Með vísan til þessa óskar lögmaðurinn ítarlegra skýringa á ákvörðuninni. Auk þess sem öll gögn er lágu ákvörðuninni til grundvallar verði afhent, sem og afrit af fundargerð af fund þeim sem ákvörðunin var tilkynnt á. Einnig er óskað allra samskipta menntamálaráðherra við Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra og aðra ráðherra í tengslum við og í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Ársæll áskilur sér allan rétt, verði ákvörðunin ekki afturkölluð, þar á meðal að höfða mál til ógildingar hennar og/eða fjártjóns- og miskabætur vegna hennar. Lögmaðurinn tekur sérstaklega fram að hann áskilji sér rétt til að leggja fram beiðni um að leidd verði vitni fyrir dóm, þar á meðal ráðherrar, að viðlagðri refsiábyrgð um rangan framburð. Þetta yrði gert til að freista þess að komast að raun um hver í reynd voru atvik að baki þessari ákvörðun.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira