Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2025 15:50 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ríkislögreglustjóri frá árinu 2019 til 2025. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti ríkislögreglustjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét nýlega af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir gagnrýni um greiðslur til ráðgjafarfyrirtækis. Hún tekur við stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu en málaflokkurinn hefur verið henni hugleikinn alla tíð. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, er settur ríkislögreglustjóri á meðan arftakans er leitað. Þá hefur skipan lögreglustjóra á Suðurnesjum verið sett á frest á meðan skipað er í embætti ríkislögreglustjóra. Í auglýsingunni segir að leitað sé að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Helstu hæfniskröfur eru eftirfarandi: Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði. Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði. Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði. Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði. Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur. Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur. Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun. Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára í senn og skipað verður í embættið þegar nefnd sem metur hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að liðnum umsóknarfresti. Fram kemur að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra, sé forstöðumaður embættisins og beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. „Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.“ Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lét nýlega af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir gagnrýni um greiðslur til ráðgjafarfyrirtækis. Hún tekur við stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu en málaflokkurinn hefur verið henni hugleikinn alla tíð. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, er settur ríkislögreglustjóri á meðan arftakans er leitað. Þá hefur skipan lögreglustjóra á Suðurnesjum verið sett á frest á meðan skipað er í embætti ríkislögreglustjóra. Í auglýsingunni segir að leitað sé að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins. Helstu hæfniskröfur eru eftirfarandi: Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði. Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði. Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði. Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði. Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur. Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur. Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun. Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára í senn og skipað verður í embættið þegar nefnd sem metur hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að liðnum umsóknarfresti. Fram kemur að ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra, sé forstöðumaður embættisins og beri faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. „Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.“
Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira