Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 12:30 Marinó fer yfir það hvernig d'Hondt-reiknireglan virkar en Eyþór Arnalds og Sjálfstæðismenn um land allt högnuðust verulega á henni. „Samkvæmt mínum útreikningum hagnaðist D-listinn um 9 sæti vegna d'Hondt reglunnar, þar af fékk flokkurinn tvö sæti umfram fylgi í Hafnarfirði. Á móti misstu M, P og V af 9 fulltrúum,“ skrifar Marinó G. Njálsson talnafræðingur á Facebooksíðu sína. Hlutfall atkvæða ekki í samræmi við fjölda fulltrúaMarínó hefur lagst yfir niðurstöður kosningaúrslitanna að teknu tilliti til þess hversu marga fulltrúa flokkarnir fengu og hvaða áhrif d'Hondt-reiknireglan hefur í því samhengi. Í ljós kemur að í 15 sveitarfélögum af þeim 36 sem Marinó skoðaði, færir d'Hondt reiknireglan, sem notuð er við úthlutun aðalmanna í sveitarstjórnum, flokkum aðra fulltrúatölu en hlutfall atkvæða flokkanna segir til um. „Í einhverjum tilfella leiðir þetta til þess að flokkur fær meirihluta í sveitarstjórn án þess að vera með meirihluta atkvæða. Í öðrum tilfellum fá stórir flokkar fleiri fulltrúa, en þeir ættu að fá, réði beint hlutfall atkvæða,“ skrifar Marinó. Reglan ranglát Á Íslandi er stuðst við d'Hondt-regluna við útreikninga á úrslitum kosninga og þá úthlutun þingsæta. Við hana er einnig stuðst í sveitarstjórnarkosningum. Hún var notuð frá 1959 til 1987 við úthlutun kjördæmasæta og við úthlutun jöfnunarsæta. Hún var svo tekin upp aftur. Í 107. grein kosningalaga er kveðið á um regluna: „Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.“ Ólafur Þ. Harðarson er meðal þeirra sem bent hefur á galla reiknilíkansins sem lagt er til grundvallar því hvernig sætum er úthluta til flokkanna. Því fer fjarri að þar sé samræmi á, milli fjölda sæta og hlutfalls atkvæða.visir/gva Marinó segir það sína skoðun að d'Hondt reglan hafi runnið sitt skeið á enda. „Hún var tekin upp, þegar 4-6 flokkar buðu að jafnaði fram til Alþingis. Jafnvel þá, var hún ekki betri en svo, að sauma þurfti við hana jöfnunarþingsætum til að leiðrétta skekkjurnar sem reglan skapar. Í sveitarstjórnarkosningu eru engin jöfnunarsæti og því er rangt að beita reglunni.“ Þeir sem fengu að kenna á d'Hondt-reglunniMarinó fer síðan nánar í saumana á það hvernig reglan virkar í raun: Árborg: D-listi fékk sæti á kostnað V-lista Borgarbyggð: B-listi fékk sæti á kostnað D-lista Fjarðarbyggð: L-listi fékk sæti á kostnað M-lista Fljótsdalshérað: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Garðabær: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Grímsnes- og Grafningshreppur: E-listi fékk sæti á kostnað G-lista Grindavík: D-listi fékk sæti á kostnað G-lista Hafnarfjörður: D-listi fékk 2 sæti á kostnað P- og V-lista Kópavogur: C- og D-listar fengu sæti á kostnað M- og V-lista Mosfellsbær: D-listi fékk sæti á kostnað Í-lista Reykjanesbær: S-listi fékk sæti á kostnað P-lista Reykjavík: D- og S-listar fengu sæti á kostnað B- og J-lista Seltjarnarnes: D-listi fékk sæti á kostnað F-lista Stykkishólmur: H-listi fékk sæti á kostnað L-lista Vestmannaeyjar: H-listi fékk sæti á kostnað E-lista d'Hondt reglan hyglar stærri flokkum Gunnar Smári Egilsson í Sósíalistaflokknum er meðal þeirra sem vekur athygli á útreikningum Marinós enda telur hann sinn flokk hafa verið hlunnfarinn um einn fulltrúa í borginni. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur leggur orð í belg á Facebooksíðu Gunnars Smára þar sem þetta er til umræðu og segir: „Má ég benda þér á grein sem við Indriði H. Indriðaon skrifuðum í Stjórnmál og stjórnsýslu 2007? Hún fjallar ma. um það hvernig d'Hondt reglan hefur hyglað stórum flokkum í sveitarstjórnarkosningum í áratugi og hvernig St.Lagüe hefði virkað öðruvísi.“ Atkvæðahlutfall segir ekki alla söguna um skiptingu fulltrúa Í grein þeirra Ólafs og Indriða, sem er frá árinu 2005, segir að reglan hafi þann eiginleika að hún er hagstæð stórum flokkum, einkum þegar fjöldi fulltrúa er lítill. Reglan felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers flokks með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. – og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa, jafnmarga og kjósa á.“ Þeir Ólafur og Indriði telja sig hafa sýnt fram á, í grein sinni, að því fari fjarri að atkvæðahlutfall flokka í kosningum eitt og sér segi alla söguna um skiptingu fulltrúanna. Kosningar 2018 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
„Samkvæmt mínum útreikningum hagnaðist D-listinn um 9 sæti vegna d'Hondt reglunnar, þar af fékk flokkurinn tvö sæti umfram fylgi í Hafnarfirði. Á móti misstu M, P og V af 9 fulltrúum,“ skrifar Marinó G. Njálsson talnafræðingur á Facebooksíðu sína. Hlutfall atkvæða ekki í samræmi við fjölda fulltrúaMarínó hefur lagst yfir niðurstöður kosningaúrslitanna að teknu tilliti til þess hversu marga fulltrúa flokkarnir fengu og hvaða áhrif d'Hondt-reiknireglan hefur í því samhengi. Í ljós kemur að í 15 sveitarfélögum af þeim 36 sem Marinó skoðaði, færir d'Hondt reiknireglan, sem notuð er við úthlutun aðalmanna í sveitarstjórnum, flokkum aðra fulltrúatölu en hlutfall atkvæða flokkanna segir til um. „Í einhverjum tilfella leiðir þetta til þess að flokkur fær meirihluta í sveitarstjórn án þess að vera með meirihluta atkvæða. Í öðrum tilfellum fá stórir flokkar fleiri fulltrúa, en þeir ættu að fá, réði beint hlutfall atkvæða,“ skrifar Marinó. Reglan ranglát Á Íslandi er stuðst við d'Hondt-regluna við útreikninga á úrslitum kosninga og þá úthlutun þingsæta. Við hana er einnig stuðst í sveitarstjórnarkosningum. Hún var notuð frá 1959 til 1987 við úthlutun kjördæmasæta og við úthlutun jöfnunarsæta. Hún var svo tekin upp aftur. Í 107. grein kosningalaga er kveðið á um regluna: „Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.“ Ólafur Þ. Harðarson er meðal þeirra sem bent hefur á galla reiknilíkansins sem lagt er til grundvallar því hvernig sætum er úthluta til flokkanna. Því fer fjarri að þar sé samræmi á, milli fjölda sæta og hlutfalls atkvæða.visir/gva Marinó segir það sína skoðun að d'Hondt reglan hafi runnið sitt skeið á enda. „Hún var tekin upp, þegar 4-6 flokkar buðu að jafnaði fram til Alþingis. Jafnvel þá, var hún ekki betri en svo, að sauma þurfti við hana jöfnunarþingsætum til að leiðrétta skekkjurnar sem reglan skapar. Í sveitarstjórnarkosningu eru engin jöfnunarsæti og því er rangt að beita reglunni.“ Þeir sem fengu að kenna á d'Hondt-reglunniMarinó fer síðan nánar í saumana á það hvernig reglan virkar í raun: Árborg: D-listi fékk sæti á kostnað V-lista Borgarbyggð: B-listi fékk sæti á kostnað D-lista Fjarðarbyggð: L-listi fékk sæti á kostnað M-lista Fljótsdalshérað: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Garðabær: D-listi fékk sæti á kostnað M-lista Grímsnes- og Grafningshreppur: E-listi fékk sæti á kostnað G-lista Grindavík: D-listi fékk sæti á kostnað G-lista Hafnarfjörður: D-listi fékk 2 sæti á kostnað P- og V-lista Kópavogur: C- og D-listar fengu sæti á kostnað M- og V-lista Mosfellsbær: D-listi fékk sæti á kostnað Í-lista Reykjanesbær: S-listi fékk sæti á kostnað P-lista Reykjavík: D- og S-listar fengu sæti á kostnað B- og J-lista Seltjarnarnes: D-listi fékk sæti á kostnað F-lista Stykkishólmur: H-listi fékk sæti á kostnað L-lista Vestmannaeyjar: H-listi fékk sæti á kostnað E-lista d'Hondt reglan hyglar stærri flokkum Gunnar Smári Egilsson í Sósíalistaflokknum er meðal þeirra sem vekur athygli á útreikningum Marinós enda telur hann sinn flokk hafa verið hlunnfarinn um einn fulltrúa í borginni. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur leggur orð í belg á Facebooksíðu Gunnars Smára þar sem þetta er til umræðu og segir: „Má ég benda þér á grein sem við Indriði H. Indriðaon skrifuðum í Stjórnmál og stjórnsýslu 2007? Hún fjallar ma. um það hvernig d'Hondt reglan hefur hyglað stórum flokkum í sveitarstjórnarkosningum í áratugi og hvernig St.Lagüe hefði virkað öðruvísi.“ Atkvæðahlutfall segir ekki alla söguna um skiptingu fulltrúa Í grein þeirra Ólafs og Indriða, sem er frá árinu 2005, segir að reglan hafi þann eiginleika að hún er hagstæð stórum flokkum, einkum þegar fjöldi fulltrúa er lítill. Reglan felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers flokks með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. – og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa, jafnmarga og kjósa á.“ Þeir Ólafur og Indriði telja sig hafa sýnt fram á, í grein sinni, að því fari fjarri að atkvæðahlutfall flokka í kosningum eitt og sér segi alla söguna um skiptingu fulltrúanna.
Kosningar 2018 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Lokatölur í Kópavogi: Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm bæjarfulltrúum sínum í sveitarstjórnarkosningunum og Björt framtíð/Viðreisn fær tvo. 27. maí 2018 03:31
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. 27. maí 2018 01:39