Talaði ekki við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:30 Zinedine Zidane skrifaði nýjan kafla í sögu Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar hann gerði Real Madrid að meisturum þriðja árið í röð. Það hafði enginn afrekað áður. Frakkinn getur þakkað hetjudáðum Gareth Bale fyrir að lið hans vann Meistaradeildina í þriðja sinn á þremur árum. Gareth Bale kom inná sem varamaður og tryggði Real Madrid 3-1 sigur með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Bale með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu en það seinna með þrumuskoti af löngu færi sem fór í gegnum markvörð Liverpool. Einhverjir myndu nú halda að Zinedine Zidane hafi verið ánægður með velska landsliðsmanninn og hafði faðmað hann og kysst í leikslok. Sannleikurinn var allt annar. Metro hefur heimildir fyrir því Zinedine Zidane hafi ekki yrt á Bale í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn. Bale var ekki sáttur við að hafa byrjað á bekknum og sagði frá þeirri óánægju sinni í öllum viðtölum sínum eftir leik. Hann ýjaði einnig að því að hann væri á förum frá félaginu af því að hann vildi spila reglulega. Bale hefur setið mikið á bekknum hjá Real Madrid á þessari leiktíð og ætlar greinilega ekki að láta að bjóða sér það aftur. Hvort sem það voru þessi orð Bale í fjölmiðlum eða eitthvað annað þá sá Zinedine Zidane enga ástæðu til að tala við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn i Kiev. Það má sjá hetjudáðir Gareth Bale frá því á laugardaginn í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sjá meira
Zinedine Zidane skrifaði nýjan kafla í sögu Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar hann gerði Real Madrid að meisturum þriðja árið í röð. Það hafði enginn afrekað áður. Frakkinn getur þakkað hetjudáðum Gareth Bale fyrir að lið hans vann Meistaradeildina í þriðja sinn á þremur árum. Gareth Bale kom inná sem varamaður og tryggði Real Madrid 3-1 sigur með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Bale með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu en það seinna með þrumuskoti af löngu færi sem fór í gegnum markvörð Liverpool. Einhverjir myndu nú halda að Zinedine Zidane hafi verið ánægður með velska landsliðsmanninn og hafði faðmað hann og kysst í leikslok. Sannleikurinn var allt annar. Metro hefur heimildir fyrir því Zinedine Zidane hafi ekki yrt á Bale í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn. Bale var ekki sáttur við að hafa byrjað á bekknum og sagði frá þeirri óánægju sinni í öllum viðtölum sínum eftir leik. Hann ýjaði einnig að því að hann væri á förum frá félaginu af því að hann vildi spila reglulega. Bale hefur setið mikið á bekknum hjá Real Madrid á þessari leiktíð og ætlar greinilega ekki að láta að bjóða sér það aftur. Hvort sem það voru þessi orð Bale í fjölmiðlum eða eitthvað annað þá sá Zinedine Zidane enga ástæðu til að tala við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn i Kiev. Það má sjá hetjudáðir Gareth Bale frá því á laugardaginn í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sjá meira