Sergio Ramos sló mögulega tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 22:15 Sergio Ramos stendur hér yfir sárþjáðum Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira