Verkalýðsstéttin rís upp gegn Macron Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 17:44 Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. vísir/afp Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu. Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu.
Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46
Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27