Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra Aðalheiður Ámundadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 26. maí 2018 06:00 Avner og Yair Netanyahu sjást hér með föður sínum Benjamin í Jerúsalem árið 2013. Bræðranna er vel gætt. Vísir/epa Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels