Almenningur leggur mál um bann við umskurði drengja fyrir danska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2018 19:56 Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira