Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:15 Gordon í baráttunni við Curry í nótt vísir/getty Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira