Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:47 Bílasalar eru meðal annars sagðir latir til að selja rafbíla vegna þess að þeir hafi minni hagnað upp úr þeim og þá skorti tæknilega þekkingu á þeim. Vísir/Vilhelm Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla. Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00