Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:47 Bílasalar eru meðal annars sagðir latir til að selja rafbíla vegna þess að þeir hafi minni hagnað upp úr þeim og þá skorti tæknilega þekkingu á þeim. Vísir/Vilhelm Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla. Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Rannsakendur sem létust vera áhugasamir bílakaupendur fullyrða að bílasalir séu meiriháttar hindrun í vegi aukinnar sölu rafbíla í Skandinavíu og á Íslandi. Í fleiri en þremur af hverjum fjórum skiptum hafi bílasalar ekki minnst á rafbíla sem valkost við væntanlega viðskiptavini. Sagt er frá rannsókninni í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún birtist í vísindaritinu Nature Energy. Rannsakendurnir heimsóttu 126 bílaumboð í fimmtán borgum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi og ræddu við 250 sérfræðinga í bransanum í þessum sömu löndum. Af bílaumboðunum 126 drógu mögulegir kaupendur þá ályktun að rafbíll væri vænlegri kostur en bensín- eða dísilbílar í aðeins 8,8% tilfella. Flestir mögulegir kaupendur fái engar upplýsingar um rafbíla. Bílasalarnir eru aðallega sagðir stýra væntanlegum viðskiptavinum frá rafbílum með því að tala þá niður, gefa þeim rangar upplýsingar um drægi þeirra, minnast ekki á að rafbílar séu valkostur og að lýsa rafbílum sem síðri kosti en bensín- og dísilbílum. Rannsakendurnir telja að afstaða bílasalanna mótist af því að þeir hafi minni hagnað upp úr sölu rafbíla, þá skorti tæknilega þekkingu á þeim og þeir telji tímafrekara að selja þá. Þá er stefnumótun stjórnvalda í sumum löndum gagnrýnd. Í Danmörku hafi stjórnvöld þannig lagt nýjan skatt á rafbíla á sama tíma og þau lækkuðu skatta á aðra nýja bíla.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00