Sveitarstjórnir tefja uppbyggingu íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Fólk getur þurft að bíða í allt að tvö ár eftir niðurstöðu úrskurðar- og auðlindamála. Sá biðtími bætist þá við tímann sem sveitarfélögin taka sér í að leysa úr hinum ýmsu skipulags- og byggingarmálum. Vísir/eyþór Samtök iðnaðarins gagnrýna hæga málsmeðferð sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum í nýrri úttekt. Hæg afgreiðsla mála getur staðið í vegi fyrir íbúðauppbyggingu sem er eitt stærsta málið í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framkvæmdir tefjast og því fylgir kostnaður. „Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að þessu verði breytt hjá borginni. Þetta er eitt af því sem hefur tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni og valdið kostnaði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að hægt væri að flýta afgreiðslu mála með því að einfalda kerfið. „Kerfið er orðið svo flókið, málin fara á milli svo margra aðila. Betra væri að minnka kerfið og að það yrði rafrænt,“ segir hann. „Þetta endar allt á fólkinu sem er að kaupa íbúðir,“ segir Eyþór um kostnaðinn sem hlýst af þessum töfum. „Laga- og reglugerðarumhverfið er mjög flókið og það má bæta,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, um ástæður þess að málin dragist. „Við höfum gert tillögur um hvernig er hægt að stytta þennan tíma.“ Aðspurður hvers vegna tillögurnar hafa ekki náð fram að ganga í ljósi þess að flokkur hans hefur verið lengi í meirihluta segir Dagur að ástæðurnar liggi annars staðar. „Vegna þess að þær þurfa að fara í gegnum Alþingi og ríkisstjórnir og það hafa verið nokkuð ör ríkisstjórnarskipti sem hefur ekki hjálpað. Til dæmis kom húsnæðissáttmálinn fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Dagur og vísar þar í sáttmála um húsnæðismál með fjórtán aðgerðum til að bregðast við vandanum á húsnæðismarkaðnum. Í sáttmálanum var kallað eftir tillögunum sem Dagur minnist á. „Það er ekki ljóst hvaða umbótamál þessi ríkisstjórn hyggst halda áfram með,“ bætir hann við.Eyþór Arnalds og Dagur B. EggertssonVísirUm áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði, samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt lögum skal nefndin að jafnaði kveða upp úrskurði sína innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast en innan sex mánaða í viðamiklum málum. Málsmeðferðartíminn hefur þó farið yfir tvö ár og er að meðaltali eitt ár, samkvæmt úttektinni. Nefndin fjallar um skipulags- og byggingarmál og þangað geta einstaklingar eða fyrirtæki leitað ef þeim finnst afgreiðsla hjá sveitarstjórnum, sem fara með skipulagsvald, ekki vera fullnægjandi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þessi málsmeðferðarhraði geti hæglega haft áhrif á byggingarhraða íbúðarhúsnæðis með tilheyrandi kostnaði. „Við þurfum að hafa það í huga að þessi nefnd er til dæmis að úrskurða í mjög stórum málum er varða mat á umhverfisáhrifum og svo á sama tíma er kannski einhver sem vill setja svalir eða kvist á húsið hjá sér og hann getur þurft að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu í sitt mál,“ útskýrir Sigurður. Þetta væri ef til vill ekki vandamál ef málsmeðferðin hjá sveitarstjórnum væri í lagi. „En málin þar eru að dragast fram úr hófi og í öðru lagi eru þar oft sett ýmis skilyrði eða skorður sem binda hendur framkvæmdaaðila,“ segir hann.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsfréttablaðið/stefánSigurður bendir á að Bjarg íbúðafélag hafi fengið úthlutaða lóð í Hafnarfirði. „Deiliskilmálar sem sveitarfélagið setti voru svo strangir og sveitarfélagið setti það miklar kvaðir á útlit hússins, efnisval og annað að Bjarg treysti sér ekki til þess að byggja hagkvæmt húsnæði með því að uppfylla þessi skilyrði og skilaði að endingu lóðinni,“ segir Sigurður. Ferlið sé þungt nú þegar og þessi langi meðferðartími úrskurðarnefndarinnar tefji það enn meira, með tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bjargi íbúðafélagi hafði félagið fengið lóð í Skarðshlíð sem var skilað vegna þess að skilmálar hentuðu ekki verkefni félagsins. Félagið hefur fengið vilyrði frá Hafnarfirði fyrir lóð á öðrum stað í bænum. Sigurður bendir á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi haft afskipti af málinu og beint því til stjórnvalda að grípa til úrræða. Þá benda Samtök iðnaðarins á að ein af forsendum þess að lækka byggingarkostnað og vinna á vandanum á íbúðamarkaði sé skilvirkt eftirlit, að leikreglur séu skýrar og úrlausn ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú þegar útlit er fyrir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á landinu öllu til ársins 2040. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Samtök iðnaðarins gagnrýna hæga málsmeðferð sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum í nýrri úttekt. Hæg afgreiðsla mála getur staðið í vegi fyrir íbúðauppbyggingu sem er eitt stærsta málið í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framkvæmdir tefjast og því fylgir kostnaður. „Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að þessu verði breytt hjá borginni. Þetta er eitt af því sem hefur tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni og valdið kostnaði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að hægt væri að flýta afgreiðslu mála með því að einfalda kerfið. „Kerfið er orðið svo flókið, málin fara á milli svo margra aðila. Betra væri að minnka kerfið og að það yrði rafrænt,“ segir hann. „Þetta endar allt á fólkinu sem er að kaupa íbúðir,“ segir Eyþór um kostnaðinn sem hlýst af þessum töfum. „Laga- og reglugerðarumhverfið er mjög flókið og það má bæta,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, um ástæður þess að málin dragist. „Við höfum gert tillögur um hvernig er hægt að stytta þennan tíma.“ Aðspurður hvers vegna tillögurnar hafa ekki náð fram að ganga í ljósi þess að flokkur hans hefur verið lengi í meirihluta segir Dagur að ástæðurnar liggi annars staðar. „Vegna þess að þær þurfa að fara í gegnum Alþingi og ríkisstjórnir og það hafa verið nokkuð ör ríkisstjórnarskipti sem hefur ekki hjálpað. Til dæmis kom húsnæðissáttmálinn fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Dagur og vísar þar í sáttmála um húsnæðismál með fjórtán aðgerðum til að bregðast við vandanum á húsnæðismarkaðnum. Í sáttmálanum var kallað eftir tillögunum sem Dagur minnist á. „Það er ekki ljóst hvaða umbótamál þessi ríkisstjórn hyggst halda áfram með,“ bætir hann við.Eyþór Arnalds og Dagur B. EggertssonVísirUm áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði, samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt lögum skal nefndin að jafnaði kveða upp úrskurði sína innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast en innan sex mánaða í viðamiklum málum. Málsmeðferðartíminn hefur þó farið yfir tvö ár og er að meðaltali eitt ár, samkvæmt úttektinni. Nefndin fjallar um skipulags- og byggingarmál og þangað geta einstaklingar eða fyrirtæki leitað ef þeim finnst afgreiðsla hjá sveitarstjórnum, sem fara með skipulagsvald, ekki vera fullnægjandi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þessi málsmeðferðarhraði geti hæglega haft áhrif á byggingarhraða íbúðarhúsnæðis með tilheyrandi kostnaði. „Við þurfum að hafa það í huga að þessi nefnd er til dæmis að úrskurða í mjög stórum málum er varða mat á umhverfisáhrifum og svo á sama tíma er kannski einhver sem vill setja svalir eða kvist á húsið hjá sér og hann getur þurft að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu í sitt mál,“ útskýrir Sigurður. Þetta væri ef til vill ekki vandamál ef málsmeðferðin hjá sveitarstjórnum væri í lagi. „En málin þar eru að dragast fram úr hófi og í öðru lagi eru þar oft sett ýmis skilyrði eða skorður sem binda hendur framkvæmdaaðila,“ segir hann.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsfréttablaðið/stefánSigurður bendir á að Bjarg íbúðafélag hafi fengið úthlutaða lóð í Hafnarfirði. „Deiliskilmálar sem sveitarfélagið setti voru svo strangir og sveitarfélagið setti það miklar kvaðir á útlit hússins, efnisval og annað að Bjarg treysti sér ekki til þess að byggja hagkvæmt húsnæði með því að uppfylla þessi skilyrði og skilaði að endingu lóðinni,“ segir Sigurður. Ferlið sé þungt nú þegar og þessi langi meðferðartími úrskurðarnefndarinnar tefji það enn meira, með tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bjargi íbúðafélagi hafði félagið fengið lóð í Skarðshlíð sem var skilað vegna þess að skilmálar hentuðu ekki verkefni félagsins. Félagið hefur fengið vilyrði frá Hafnarfirði fyrir lóð á öðrum stað í bænum. Sigurður bendir á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi haft afskipti af málinu og beint því til stjórnvalda að grípa til úrræða. Þá benda Samtök iðnaðarins á að ein af forsendum þess að lækka byggingarkostnað og vinna á vandanum á íbúðamarkaði sé skilvirkt eftirlit, að leikreglur séu skýrar og úrlausn ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú þegar útlit er fyrir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á landinu öllu til ársins 2040.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00
Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00