Faðir árásarmannsins: „Drengurinn átti ekki skotvopn, ég átti skotvopn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:43 Antionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti. Vísir/AFP „Sonur minn, fyrir mér, er ekki glæpamaður heldur fórnarlamb,“ segir Antonio Pagourtzis, faðir árásarmannsins unga, sem myrti tíu í framhaldsskóla í Texas á föstudag. Hinn sautján ára gamli Dimitrios Pagourtzis komst yfir haglabyssu og skammbyssu föður síns sem voru notaðar til verknaðarins. Antonio keypti skotvopnin með lögmætum hætti. Átta nemendur létust, tveir kennarar og þá særðust þrettán aðrir.Telur að Dimitrios hafi verið lagður í eineltiAntionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti og því undir miklu álagi. Hann hafi kiknað undan byrðunum á föstudaginn. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Antionio sem var í símaviðtali hjá Antenna TV. „Eitthvað hlýtur að hafa gerst í vikunni. Sennilega hefur einhver sært hann. Hann er svo áreiðanlegur drengur að ég veit ekki hvað gæti eiginlega hafa komið fyrir hann. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég get aðeins sagt það sem mig, sem faðir, grunar að hafi gerst.“Rannsakar hvort kennarar hafi lagt Dimitrios í eineltiVerjandi hins grunaða, Nicholas Poehl, segist vera að rannsaka hvort Pagourtzis hafi orðið fyrir einelti af hálfu kennara í skólanum eftir að skýrslur gáfu til kynna að fótboltaþjálfarar hefðu komið illa fram við hann. Skólayfirvöld segjast hafa gert athugun á ásökunum og komist að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki á rökum reistar. Antonio segir son sinn ekki hafa sýnt af sér neina hegðun sem gæfi til kynna að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi. Hann hefði aldrei fyrr beitt ofbeldi, hefði ánægju af hreyfingu og hefði aldrei drukkið áfengi.Þyrmdi sumum til að þau gætu sagt sögu hansDimitrios er í haldi lögreglu en foreldrar hans fengu að hitta hann í tuttugu mínútur. „Ég sá barn. Ég sá ekki barn sem er líka morðingi; heldur ekta barn, barn sem gat ekki horft framan í mig af skömm.“ Segir Antonio. Dimitrios hafi hugsað til systra sinna og sagst elska foreldra sína. Hann hafi greint föður sínum frá því að hann var einn um verknaðinn og að hann hafi þyrmt lífi „góðu krakkanna svo þeir gætu sagt sögu hans“. Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
„Sonur minn, fyrir mér, er ekki glæpamaður heldur fórnarlamb,“ segir Antonio Pagourtzis, faðir árásarmannsins unga, sem myrti tíu í framhaldsskóla í Texas á föstudag. Hinn sautján ára gamli Dimitrios Pagourtzis komst yfir haglabyssu og skammbyssu föður síns sem voru notaðar til verknaðarins. Antonio keypti skotvopnin með lögmætum hætti. Átta nemendur létust, tveir kennarar og þá særðust þrettán aðrir.Telur að Dimitrios hafi verið lagður í eineltiAntionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti og því undir miklu álagi. Hann hafi kiknað undan byrðunum á föstudaginn. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Antionio sem var í símaviðtali hjá Antenna TV. „Eitthvað hlýtur að hafa gerst í vikunni. Sennilega hefur einhver sært hann. Hann er svo áreiðanlegur drengur að ég veit ekki hvað gæti eiginlega hafa komið fyrir hann. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég get aðeins sagt það sem mig, sem faðir, grunar að hafi gerst.“Rannsakar hvort kennarar hafi lagt Dimitrios í eineltiVerjandi hins grunaða, Nicholas Poehl, segist vera að rannsaka hvort Pagourtzis hafi orðið fyrir einelti af hálfu kennara í skólanum eftir að skýrslur gáfu til kynna að fótboltaþjálfarar hefðu komið illa fram við hann. Skólayfirvöld segjast hafa gert athugun á ásökunum og komist að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki á rökum reistar. Antonio segir son sinn ekki hafa sýnt af sér neina hegðun sem gæfi til kynna að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi. Hann hefði aldrei fyrr beitt ofbeldi, hefði ánægju af hreyfingu og hefði aldrei drukkið áfengi.Þyrmdi sumum til að þau gætu sagt sögu hansDimitrios er í haldi lögreglu en foreldrar hans fengu að hitta hann í tuttugu mínútur. „Ég sá barn. Ég sá ekki barn sem er líka morðingi; heldur ekta barn, barn sem gat ekki horft framan í mig af skömm.“ Segir Antonio. Dimitrios hafi hugsað til systra sinna og sagst elska foreldra sína. Hann hafi greint föður sínum frá því að hann var einn um verknaðinn og að hann hafi þyrmt lífi „góðu krakkanna svo þeir gætu sagt sögu hans“.
Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39
Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00