Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 22. maí 2018 05:00 Vel er fylgst með sýklalyfjaónæmi en vandamál geta skapast á spítölum ef slíkt ónæmi nær að breiðast út að sögn Haraldar Briem. Vísir/Getty Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira