Auða sætið var ekki handa Díönu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 14:43 Auða sætið á kirkjubekknum sést hér á mynd. Elísabet Bretadrottning sést grænklædd að aftan. Vísir/Getty Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. Orðrómur um að auða sætið væri tileinkað Díönu prinsessu heitinni, móður prinsanna, fór á flug eftir að myndir úr athöfninni voru birtar. Orðrómurinn reyndist þó ekki á rökum reistur. I just realized Prince Harry left an empty seat beside Prince William to honor his mother, Princess Diana.I'm not crying, you are. pic.twitter.com/WLnBsdVaHQ— Ashraf (@asrric) May 19, 2018 Sætið var skilið eftir autt fyrir Elísabetu Bretadrottningu sjálfa svo hún sæi örugglega allt sem fram fór í brúðkaupinu, að því er fram kemur í frétt tímaritsins People. Á myndum úr athöfninni sést að Elísbet situr fyrir aftan auða sætið. Ekki þurfti að gera sambærilegar ráðstafanir fyrir brúðkaup Vilhjálms Bretaprins árið 2011 er hann gekk að eiga Katrínu hertogaynju af Cambridge, eiginkonu sína. Þá sat drottningin nefnilega í fremstu röð og útsýnið því eins og best var á kosið. Andi Díönu sveif þó yfir vötnum í brúðkaupi gærdagsins. Blómaskreytingar í kapellunni og brúðarvöndur Meghan Markle voru sérstaklega sniðin eftir smekk hennar og þá gaf Harry nýbakaðri eiginkonu sinni hring úr eigu móður sinnar sem Meghan bar í veislunni að athöfn lokinni. Hertogahjónin af Sussex. Hringurinn er hér greinilegur á fingri Meghan Markle.Vísir/Getty Þá virðast veisluhöldin almennt hafa heppnast vel. Harry og Meghan, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, héldu strax til hádegisverðar í boði Bretadrottningar eftir athöfnina í kirkjunni. Um kvöldið var svo veisla fyrir nánustu vini og ættingja í Frogmore House en til hennar bauð Karl Bretaprins. Harry og Meghan keyrðu þangað í glæsilegum bláum blæjubíl. Þá höfðu þau einnig skipt um föt, Meghan klæddist hvítum, ermalausum síðkjól úr smiðju Stellu McCartney og Harry skellti sér í smóking. The Duke and Duchess of Sussex depart Windsor Castle for a reception hosted by The Prince of Wales at Frogmore House, in a silver blue Jaguar E-Type Concept Zero. This vehicle was originally manufactured in 1968, and has since been converted to electric power #RoyalWedding pic.twitter.com/hRrxEUlFlJ— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) May 19, 2018 Meghan hélt sjálf ræðu í veislunni, sem hingað til hefur ekki tíðkast innan raða bresku konungsfjölskyldunnar, og í frétt breska dagblaðsins Mirror segir að gestum hafi verið boðið upp á hamborgara og candyfloss undir veislustjórn breska spjallþáttstjórnandans James Corden. Hertogahjónin vörðu svo brúðkaupsnóttinni í Windsor en brúðkaupsferðin mun bíða betri tíma. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Aðdáendur gera sér glaðan dag Það eru margir sem gleðjast með konunglegu brúðhjónunum um helgina. 19. maí 2018 07:45 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. Orðrómur um að auða sætið væri tileinkað Díönu prinsessu heitinni, móður prinsanna, fór á flug eftir að myndir úr athöfninni voru birtar. Orðrómurinn reyndist þó ekki á rökum reistur. I just realized Prince Harry left an empty seat beside Prince William to honor his mother, Princess Diana.I'm not crying, you are. pic.twitter.com/WLnBsdVaHQ— Ashraf (@asrric) May 19, 2018 Sætið var skilið eftir autt fyrir Elísabetu Bretadrottningu sjálfa svo hún sæi örugglega allt sem fram fór í brúðkaupinu, að því er fram kemur í frétt tímaritsins People. Á myndum úr athöfninni sést að Elísbet situr fyrir aftan auða sætið. Ekki þurfti að gera sambærilegar ráðstafanir fyrir brúðkaup Vilhjálms Bretaprins árið 2011 er hann gekk að eiga Katrínu hertogaynju af Cambridge, eiginkonu sína. Þá sat drottningin nefnilega í fremstu röð og útsýnið því eins og best var á kosið. Andi Díönu sveif þó yfir vötnum í brúðkaupi gærdagsins. Blómaskreytingar í kapellunni og brúðarvöndur Meghan Markle voru sérstaklega sniðin eftir smekk hennar og þá gaf Harry nýbakaðri eiginkonu sinni hring úr eigu móður sinnar sem Meghan bar í veislunni að athöfn lokinni. Hertogahjónin af Sussex. Hringurinn er hér greinilegur á fingri Meghan Markle.Vísir/Getty Þá virðast veisluhöldin almennt hafa heppnast vel. Harry og Meghan, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, héldu strax til hádegisverðar í boði Bretadrottningar eftir athöfnina í kirkjunni. Um kvöldið var svo veisla fyrir nánustu vini og ættingja í Frogmore House en til hennar bauð Karl Bretaprins. Harry og Meghan keyrðu þangað í glæsilegum bláum blæjubíl. Þá höfðu þau einnig skipt um föt, Meghan klæddist hvítum, ermalausum síðkjól úr smiðju Stellu McCartney og Harry skellti sér í smóking. The Duke and Duchess of Sussex depart Windsor Castle for a reception hosted by The Prince of Wales at Frogmore House, in a silver blue Jaguar E-Type Concept Zero. This vehicle was originally manufactured in 1968, and has since been converted to electric power #RoyalWedding pic.twitter.com/hRrxEUlFlJ— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) May 19, 2018 Meghan hélt sjálf ræðu í veislunni, sem hingað til hefur ekki tíðkast innan raða bresku konungsfjölskyldunnar, og í frétt breska dagblaðsins Mirror segir að gestum hafi verið boðið upp á hamborgara og candyfloss undir veislustjórn breska spjallþáttstjórnandans James Corden. Hertogahjónin vörðu svo brúðkaupsnóttinni í Windsor en brúðkaupsferðin mun bíða betri tíma.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Aðdáendur gera sér glaðan dag Það eru margir sem gleðjast með konunglegu brúðhjónunum um helgina. 19. maí 2018 07:45 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Aðdáendur gera sér glaðan dag Það eru margir sem gleðjast með konunglegu brúðhjónunum um helgina. 19. maí 2018 07:45
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15