Allt á öðrum endanum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 19:00 Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49