Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. Vísir/GVA Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00