Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. Vísir/GVA Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00