Vinsælustu bílar hvers Evrópulands Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2018 10:00 Hvað fjölda landa varðar hefur Skoda Octavia vinninginn á meginlandi Evrópu en í sex löndum er hann söluhæstur. Á Íslandi hafa Toyota Yaris og Skoda Octavia keppst um efstu sætin á meðal mest seldu bílgerða undanfarin ár, en hvaða bílar ætli sé vinsælustu bílgerðirnar í öðrum Evrópulöndum það sem af er ári? JATO Dynamics heldur utan um slíkar tölur og birti þær nýjustu um daginn. Hvað fjölda landa varðar hefur Skoda Octavia vinninginn á meginlandi Evrópu en í sex löndum er hann söluhæstur, þ.e. í heimalandinu Tékklandi, Króatíu, Finnlandi, Sviss, Póllandi og Eistlandi. Volkswagen Golf er vinsælastur í fimm löndum og það kemur ekki á óvart að það skuli vera í Þýskalandi og Austurríki, en einnig í Belgíu, Lettlandi og Lúxemborg. Í Danmörku er Peugeot 208 vinsælastur og Toyota Yaris á Grikklandi. Renault Clio er söluhæstur í Frakklandi eðlilega, en líka í Portúgal og Slóveníu.Heimabílar hafa vinninginn Suzuki Vitara stendur efstur á blaði í Ungverjalandi enda framleiddur þar fyrir Evrópumarkað, Nissan Qashqai á Írlandi, Fiat Panda á Ítalíu, Fiat 500 í Litháen og Nissan Leaf í rafbílalandinu Noregi. Ekki kemur á óvart að Dacia Logan sé vinsælastur í heimalandinu Rúmeníu. Smábíllinn Skoda Fabia er vinsælastur í Slóvakíu og heimabíllinn Seat Ibiza á Spáni. Heimabílar eru einnig vinsælastir í Svíþjóð og Bretlandi, þ.e. Volvo XC60 í Svíþjóð og Ford Fiesta í Bretlandi. Það koma því ansi margar bílgerðir til sögunnar hvað varðar að vera vinsælust í hverju landi, eða alls 16 bílgerðir í 27 löndum. En í þeim löndum þar sem einhver bílaframleiðsla fer fram er nokkuð víst að heimabíll hefur vinninginn. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Á Íslandi hafa Toyota Yaris og Skoda Octavia keppst um efstu sætin á meðal mest seldu bílgerða undanfarin ár, en hvaða bílar ætli sé vinsælustu bílgerðirnar í öðrum Evrópulöndum það sem af er ári? JATO Dynamics heldur utan um slíkar tölur og birti þær nýjustu um daginn. Hvað fjölda landa varðar hefur Skoda Octavia vinninginn á meginlandi Evrópu en í sex löndum er hann söluhæstur, þ.e. í heimalandinu Tékklandi, Króatíu, Finnlandi, Sviss, Póllandi og Eistlandi. Volkswagen Golf er vinsælastur í fimm löndum og það kemur ekki á óvart að það skuli vera í Þýskalandi og Austurríki, en einnig í Belgíu, Lettlandi og Lúxemborg. Í Danmörku er Peugeot 208 vinsælastur og Toyota Yaris á Grikklandi. Renault Clio er söluhæstur í Frakklandi eðlilega, en líka í Portúgal og Slóveníu.Heimabílar hafa vinninginn Suzuki Vitara stendur efstur á blaði í Ungverjalandi enda framleiddur þar fyrir Evrópumarkað, Nissan Qashqai á Írlandi, Fiat Panda á Ítalíu, Fiat 500 í Litháen og Nissan Leaf í rafbílalandinu Noregi. Ekki kemur á óvart að Dacia Logan sé vinsælastur í heimalandinu Rúmeníu. Smábíllinn Skoda Fabia er vinsælastur í Slóvakíu og heimabíllinn Seat Ibiza á Spáni. Heimabílar eru einnig vinsælastir í Svíþjóð og Bretlandi, þ.e. Volvo XC60 í Svíþjóð og Ford Fiesta í Bretlandi. Það koma því ansi margar bílgerðir til sögunnar hvað varðar að vera vinsælust í hverju landi, eða alls 16 bílgerðir í 27 löndum. En í þeim löndum þar sem einhver bílaframleiðsla fer fram er nokkuð víst að heimabíll hefur vinninginn.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent