Svekkjandi að fá ekki að spila gegn Fulham Hjörvar Ólafsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Birkir Bjarnason á æfingu með landsliðinu í gær. vísir Birkir Bjarnason mætti á sína fyrstu æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í undirbúningi liðsins fyrir HM í gær. Birkir lauk tímabili sínu með Aston Villa um síðustu helgi, en liðið tapaði þá fyrir Fulham í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir sagði gott að koma hingað til Íslands, hitta strákana og komast frá vonbrigðunum sem umlykja Aston Villa-hluta Birmingham. „Það er góð tilfinning að vera kominn heim eftir langt og strangt keppnistímabil með Aston Villa. Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir vonbrigðin yfir að komast ekki upp í efstu deild með Aston Villa. Það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri á að hafa áhrif á leikinn. Ég hefði viljað spila í þessum leik og reyna að hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna, en svona er þetta og ég er búinn að leggja þetta að baki mér. Nú er bara einbeitingin komin á fullt á íslenska landsliðið og HM,“ segir Birkir í samtali við Fréttablaðið. Birkir glímdi við meiðsli í kálfa og baki í apríl og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa, en hann segist vera laus við meiðslin núna. Íslenska þjóðin þarf því ekki að bæta honum við á listann yfir þá leikmenn sem þeir hafa áhyggjur af þessa dagana, það er hvort þeir verði klárir í tæka tíð vegna meiðsla. „Ég er bara fínn og alveg laus við þau meiðsli sem voru að plaga mig undir lok deildarkeppninnar úti. Ég var orðinn alveg leikfær í síðustu leikjum Aston Villa á tímabilinu og er bara í fínu standi þessa stundina. Mér líður vel í skrokknum og svo vex spennan með hverjum deginum fyrir stóru stundinni. Þetta er bara fyrsti dagurinn hjá mér í undirbúningnum og ég finn það strax hvað leikmenn og allir í kringum liðið eru spenntir,“ segir Birkir um andlegt og líkamlegt ástand sitt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Birkir Bjarnason mætti á sína fyrstu æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í undirbúningi liðsins fyrir HM í gær. Birkir lauk tímabili sínu með Aston Villa um síðustu helgi, en liðið tapaði þá fyrir Fulham í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir sagði gott að koma hingað til Íslands, hitta strákana og komast frá vonbrigðunum sem umlykja Aston Villa-hluta Birmingham. „Það er góð tilfinning að vera kominn heim eftir langt og strangt keppnistímabil með Aston Villa. Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir vonbrigðin yfir að komast ekki upp í efstu deild með Aston Villa. Það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri á að hafa áhrif á leikinn. Ég hefði viljað spila í þessum leik og reyna að hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna, en svona er þetta og ég er búinn að leggja þetta að baki mér. Nú er bara einbeitingin komin á fullt á íslenska landsliðið og HM,“ segir Birkir í samtali við Fréttablaðið. Birkir glímdi við meiðsli í kálfa og baki í apríl og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa, en hann segist vera laus við meiðslin núna. Íslenska þjóðin þarf því ekki að bæta honum við á listann yfir þá leikmenn sem þeir hafa áhyggjur af þessa dagana, það er hvort þeir verði klárir í tæka tíð vegna meiðsla. „Ég er bara fínn og alveg laus við þau meiðsli sem voru að plaga mig undir lok deildarkeppninnar úti. Ég var orðinn alveg leikfær í síðustu leikjum Aston Villa á tímabilinu og er bara í fínu standi þessa stundina. Mér líður vel í skrokknum og svo vex spennan með hverjum deginum fyrir stóru stundinni. Þetta er bara fyrsti dagurinn hjá mér í undirbúningnum og ég finn það strax hvað leikmenn og allir í kringum liðið eru spenntir,“ segir Birkir um andlegt og líkamlegt ástand sitt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira