Valur vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi deild kvenna þegar liðið sótti sigur til Vestmannaeyja í kvöld.
Það var fátt um færi í fyrri hálfleik en Thelma Björk Einarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þrumuskot rétt utan teigs sem syngur í netinu.
Elín Metta Jensen nældi í vítaspyrnu á 60. mínútu þegar Caroline van Slambrouck braut á henni innan teigs. Elín Metta fór sjálf á punktinn og skoraði.
Heimkonur náðu að klóra í bakkann á 77. mínútu þegar Shameeka Fishley fylgdi eftir skoti Ingibjargar Lúcíu Ragnarsdóttur og skoraði fyrir ÍBV.
Elín Metta var hins vegar snögg að koma Valskonum aftur í tveggja marka forystu en hún skoraði eftir undirbúning Ásdísar Karenar Halldórsdóttur.
Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki. ÍBV er í því fimmta með sex stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Elín Metta tryggði Val sigur í Eyjum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




