Austfirsku pönkararnir breyta plötuumslagi umdeildrar plötu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 15:15 Hvort útlitsbreytingar á væntanlegri plötu Séra Davíðs Þórs og pönkaranna að austan verði til að milda gramt geð Arnþrúðar, er ekki vitað á þessu stigi. Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00