Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2018 06:00 „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook-hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino's-bíla. Vísir/eyþór Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira