Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Salvör Nordal, umboðsmaður barna Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira