Milljónir í bætur eftir tvö föll í röð við innsiglingu í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 18:43 Hríseyjarferjan Sævar. Vísir/ Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrísey Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrísey Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira