6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 12:00 Escobar í leiknum örlagaríka. vísir/getty Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti