Veik rök fyrir innflæðishöftum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Tveir bandarískir hagfræðiprófessorar, sem íslensk stjórnvöld fengu til þess að veita sér ráðgjöf um peningastefnu Íslands til framtíðar, telja að rökin fyrir höftum á innflæði fjármagns séu veik við núverandi aðstæður. Innflæði erlends fjármagns hingað til lands sé ekki af þeirri stærðargráðu að það vegi að fjármálastöðugleika og þá mætti afstýra slíkri hættu með annars konar þjóðhagsvarúðartækjum. Hagfræðiprófessorarnir tveir, Kristin J. Forbes, sem starfar við MIT-háskólann, og Sebastian Edwards hjá UCLA-háskólanum, héldu erindi á ráðstefnu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu á Grand hóteli í gær. Kristin J. Forbes, prófessor við MIT-háskólannÞau eru í hópi sex erlendra sérfræðinga sem starfshópur um endurmat á peningastefnu landsins fékk til þess að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum á þriðjudag en á meðal þeirra er að afnema eigi innflæðishöftin í skrefum. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og formaður hópsins, sagði á ráðstefnunni að líta ætti á innflæðishöftin sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að tryggja fjármálastöðugleika en ekki sem peningastjórntæki sem Seðlabankinn gæti gripið til þegar honum hentar. „Þó svo að innflæðishöftin verði áfram hluti af stjórntækjum Seðlabankans er mikilvægt að ströng skilyrði gildi um hvenær þeim er beitt,“ nefndi hann. Umrædd höft, sem stjórnendur Seðlabanka Íslands settu á innflæði fjármagns sumarið 2016, virka þannig að 40 prósent af innflæði vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja. Forbes, sem sat í peningastefnunefnd Englandsbanka á árunum 2014 til 2017, og Edwards sögðust bæði telja að réttlæta hefði mátt setningu innflæðishaftanna tímabundið þegar höft voru losuð á útflæði fjármagns snemma árs 2016. Sebastian Edwards, prófessor við UCLA-háskólann„Nú þegar höftunum hefur nánast að fullu verið aflétt er hins vegar erfiðara að færa rök fyrir því að innflæðishöftin séu réttlætanleg,“ sagði Forbes. Í skýrslu sem Forbes skrifaði fyrir starfshópinn er meðal annars tekið fram að innflæðishöftin geti verið túlkuð á þann veg að erlendir fjárfestar séu ekki velkomnir til landsins. Þau gætu þannig fælt fjárfesta frá og komið í veg fyrir fjárfestingar. Auk þess gætu höftin stuðlað að landflótta fyrirtækja sem vilja ekki búa við höftin. Einnig sýni reynslan að fjárfestar séu fljótir að finna leiðir fram hjá höftum. Forbes nefnir þrjú atriði sem stjórnvöld ættu að hafa í huga áður en þau grípa til innflæðishafta. Í fyrsta lagi þurfi efnahagslegt ójafnvægi að hafa myndast. Má þá ekki vera hægt að beita öðrum þjóðhagsvarúðartækjum til þess að sporna gegn ójafnvæginu. Í öðru lagi eigi höftin að vera tímabundin aðgerð og í þriðja lagi eigi einungis að beita höftunum þegar innflæði fjármagns skapar raunverulega ógn við fjármálastöðugleika. Hún segir erfitt að sjá – miðað við núverandi stöðu efnahagsmála – að umrædd skilyrði séu uppfyllt. Forbes og Edwards fjalla í skýrslum sínum auk þess um reynslu Chilebúa sem bjuggu við innflæðishöft á árunum 1991 til 1998. Rannsóknir bendi til þess að höftin hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu vegna þess að þau drógu úr framboði á lánsfé og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Það hafi komið niður á fjárfestingu og verðmætasköpun. Að auki segja tvímenningarnir rannsóknir sýna að Seðlabanki Chile hafi viðhaldið hærra vaxtastigi í skjóli haftanna en hann hefði að öðrum kosti gert. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00 Gefa lítið fyrir svör seðlabankastjóra Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnendur Seðlabanka Íslands greini skaðsemi innflæðishaftanna. Forstjóri GAMMA segir bankann koma í veg fyrir æskilega fjárfestingu. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tveir bandarískir hagfræðiprófessorar, sem íslensk stjórnvöld fengu til þess að veita sér ráðgjöf um peningastefnu Íslands til framtíðar, telja að rökin fyrir höftum á innflæði fjármagns séu veik við núverandi aðstæður. Innflæði erlends fjármagns hingað til lands sé ekki af þeirri stærðargráðu að það vegi að fjármálastöðugleika og þá mætti afstýra slíkri hættu með annars konar þjóðhagsvarúðartækjum. Hagfræðiprófessorarnir tveir, Kristin J. Forbes, sem starfar við MIT-háskólann, og Sebastian Edwards hjá UCLA-háskólanum, héldu erindi á ráðstefnu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu á Grand hóteli í gær. Kristin J. Forbes, prófessor við MIT-háskólannÞau eru í hópi sex erlendra sérfræðinga sem starfshópur um endurmat á peningastefnu landsins fékk til þess að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum á þriðjudag en á meðal þeirra er að afnema eigi innflæðishöftin í skrefum. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og formaður hópsins, sagði á ráðstefnunni að líta ætti á innflæðishöftin sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að tryggja fjármálastöðugleika en ekki sem peningastjórntæki sem Seðlabankinn gæti gripið til þegar honum hentar. „Þó svo að innflæðishöftin verði áfram hluti af stjórntækjum Seðlabankans er mikilvægt að ströng skilyrði gildi um hvenær þeim er beitt,“ nefndi hann. Umrædd höft, sem stjórnendur Seðlabanka Íslands settu á innflæði fjármagns sumarið 2016, virka þannig að 40 prósent af innflæði vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja. Forbes, sem sat í peningastefnunefnd Englandsbanka á árunum 2014 til 2017, og Edwards sögðust bæði telja að réttlæta hefði mátt setningu innflæðishaftanna tímabundið þegar höft voru losuð á útflæði fjármagns snemma árs 2016. Sebastian Edwards, prófessor við UCLA-háskólann„Nú þegar höftunum hefur nánast að fullu verið aflétt er hins vegar erfiðara að færa rök fyrir því að innflæðishöftin séu réttlætanleg,“ sagði Forbes. Í skýrslu sem Forbes skrifaði fyrir starfshópinn er meðal annars tekið fram að innflæðishöftin geti verið túlkuð á þann veg að erlendir fjárfestar séu ekki velkomnir til landsins. Þau gætu þannig fælt fjárfesta frá og komið í veg fyrir fjárfestingar. Auk þess gætu höftin stuðlað að landflótta fyrirtækja sem vilja ekki búa við höftin. Einnig sýni reynslan að fjárfestar séu fljótir að finna leiðir fram hjá höftum. Forbes nefnir þrjú atriði sem stjórnvöld ættu að hafa í huga áður en þau grípa til innflæðishafta. Í fyrsta lagi þurfi efnahagslegt ójafnvægi að hafa myndast. Má þá ekki vera hægt að beita öðrum þjóðhagsvarúðartækjum til þess að sporna gegn ójafnvæginu. Í öðru lagi eigi höftin að vera tímabundin aðgerð og í þriðja lagi eigi einungis að beita höftunum þegar innflæði fjármagns skapar raunverulega ógn við fjármálastöðugleika. Hún segir erfitt að sjá – miðað við núverandi stöðu efnahagsmála – að umrædd skilyrði séu uppfyllt. Forbes og Edwards fjalla í skýrslum sínum auk þess um reynslu Chilebúa sem bjuggu við innflæðishöft á árunum 1991 til 1998. Rannsóknir bendi til þess að höftin hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu vegna þess að þau drógu úr framboði á lánsfé og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Það hafi komið niður á fjárfestingu og verðmætasköpun. Að auki segja tvímenningarnir rannsóknir sýna að Seðlabanki Chile hafi viðhaldið hærra vaxtastigi í skjóli haftanna en hann hefði að öðrum kosti gert.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00 Gefa lítið fyrir svör seðlabankastjóra Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnendur Seðlabanka Íslands greini skaðsemi innflæðishaftanna. Forstjóri GAMMA segir bankann koma í veg fyrir æskilega fjárfestingu. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00
Gefa lítið fyrir svör seðlabankastjóra Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnendur Seðlabanka Íslands greini skaðsemi innflæðishaftanna. Forstjóri GAMMA segir bankann koma í veg fyrir æskilega fjárfestingu. 15. mars 2018 06:00