Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi starf að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki. Rætt verður við konuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þar fjöllum við líka um ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, og þá staðreynd að slakað hefur verið á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi með nýjustu fréttir af stöðu mála þar.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.
Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2
Hrund Þórsdóttir skrifar