Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:00 Titringur er vegna myndlistar sem inniheldur nekt. VÍSIR/ANTON BRINK Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira