Þegar Jordan ákvað að niðurlægja Clyde Drexler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 22:45 Drexler reynir hér að stöðva Jordan í rimmu liðanna. Það gekk ekkert allt of vel. vísir/getty Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira