Erlent

Þurfti ekki að baka fyrir samkynja par

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jack Phillips ásamt ánægðum viðskiptavini í gær.
Jack Phillips ásamt ánægðum viðskiptavini í gær. Vísir/AP
Kristnum bakara í Colorado í Bandaríkjunum var heimilt að neita brúðkaupstertupöntun samkynja pars á grundvelli kynhneigðar þeirra. Svo úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna í gær.

Tveir dómarar af níu skiluðu hins vegar séráliti og voru ósammála meirihlutanum.

Sjá einnig: Mátti neita lesbíum um brúðartertu



Bakarinn, Jack Phillips, beið ósigur fyrir dómstól í Colorado og komst sá dómstóll að þeirri niðurstöðu að Phillips væri ekki heimilt að mismuna parinu.

Hæstiréttur sneri dómnum hins vegar við og sagði dómstólinn í Colorado hafa brotið á stjórnarskrárvernduðum rétti Phillips til trúfrelsis.

Í dómi hæstaréttar var hins vegar ekki kveðið á um í hvers konar tilfellum væri heimilt að mismuna fólki í skjóli trúfrelsis og ekki heldur hvort kökubakstur félli undir tjáningarfrelsið. Dómurinn verður sem sé ekki fordæmisgefandi. 


Tengdar fréttir

Mátti neita lesbíum um brúðartertu

Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×