Matthäus og Carbajal fá nýjan mann inn í sögulegan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 19:00 Rafael Márquez í leik á móti Íslandi. Vísir/Getty Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Rafael Márquez var í dag valinn í HM-hóp Mexíkó og er þessi 39 ára kappi því á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót í fótbolta. Rafael Márquez mun um leið jafna met þeirra Lothar Matthaus og Antonio Carbajal sem eru þeir einu sem hafa tekið þátt í fimm heimsmeistarakeppnum í 88 ára sögu keppninnar. Lothar Matthäus lék 25 leiki á HM frá 1982 til 1998 en hann var fyrirliði heimsmeistaraliðs Þjóðvera á HM á Ítalíu 1990. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppni HM. Matthäus var þó ekki sá fyrsti til að komast á fimm heimsmeistarakeppnir en því hafði mexíkanski markvörðurinn Antonio Carbajal náð á HM í Englandi 1966. Carbajal stóð í marki Mexíkó á HM 1950, HM 1954, HM 1962 og HM 1966 og lék samtals ellefu leiki í þessum fimm keppnum. Márquez missti naumlega af HM 1998 í Frakklandi en hefur verið með Mexíkó á HM 2002, HM 2006, HM 2010 og HM 2014. Hann var með fyrirliðabandið á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í Suður-Kóreu og Japan árið 2002. Hann er sá eini sem hefur borið fyrirliðaband þjóðar sinnar á fjórum mismundandi heimsmeistaramótum. Márquez er þessa daganna leikmaður Atlas í Mexíkó en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með Barcelona frá 2003 til 2010. Márquez hóf ferilinn með Atlas áður en hann fór til Evrópu (Mónakó) tvítugur. Javier Hernandez hefur verið mikið á bekknum hjá West Ham en hann er í hópnum alveg eins og bræðurnir Giovani Dos Santos og Jonathan Dos Santos sem spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum.Cuatro años con una meta en la mente; meses de trabajo, incontables días de concentración. Todo para cumplir un sueño: Rusia 2018. A demostrar que, a los mexicanos, #NadaNosDetiene.https://t.co/Lor0uRtl3Fpic.twitter.com/k3YhhBGmKT — Selección Nacional (@miseleccionmx) June 4, 2018HM-hópur Mexíkó lítur annars þannig út:Markmenn: Guillermo Ochoa (Standard Liege), Alfredo Talavera (Toluca), Jesus Corona (Cruz Azul).Varnarmenn: Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt), Diego Reyes (Porto), Hector Moreno (Real Sociedad), Hugo Ayala (Tigres), Edson Alvarez (America), Jesus Gallardo (Monterrey), Miguel Layun (Sevilla).Miðjumenn: Rafael Marquez (Atlas), Hector Herrera (Porto), Jonathan Dos Santos (LA Galaxy), Giovani Dos Santos (LA Galaxy), Andres Guardado (Real Betis), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt).Framherjar: Javier Hernandez (West Ham), Raul Jimenez (Benfica), Oribe Peralta (America), Jesus Manuel Corona (Porto), Carlos Vela (Los Angeles FC), Javier Aquino (Tigres), Hirving Lozano (PSV Eindhoven).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira