10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 11:00 Robin van Persie skorar markið ótrúlega. vísir/getty Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira