10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 11:00 Robin van Persie skorar markið ótrúlega. vísir/getty Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira