Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins 2. júní 2018 22:13 Rúrik í leiknum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira