Mannekla veldur kvíða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður og kattavinur, segir stöðuna í manneklu heimahjúkrunar alvarlega fyrir fólk eins og hana. Fréttablaðið/Anton Brink Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira