Persónukjör hyglar körlum í sveitarstjórnarkosningum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili hvar sátu sjö konur og fjórir karla. Fréttablaðið/GVA Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira