Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta hækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:00 Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira