Fjölskylda manns sem var skotinn til bana af lögreglu fær fjóra dollara í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2018 13:19 Maðurinn skildi eftir sig eiginkonu og tvær dætur. Fjölskylda manns sem skotinn var til bana af lögreglumanni í Bandaríkjunum fær samtals fjóra dollara, um 400 krónur, í skaðabætur. Kviðdómur komst að þessari niðurstöðu í dómsmáli sem fjölskyldan höfðaði. BBC greinir frá. Gregory Vaughn Hill jr. var skotinn til bana árið 2014 í St. Lucie sýslu í Flórída, eftir að lögregla kom að heimili hans vegna kvartana yfir hávaða. Hill var skotinn í gegnum hurð en óhlaðin byssa fannst í grennd við lík hans. Deild var um hvort hann hafði haldið á henni eða ekki. Eiginkona hans höfðaði mál gegn lögreglunni í eigin nafni og fyrir tvær dætur hennar og Hill. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn hefði ekki beitt óhóflegu valdi er hann skaut Hill til bana. Var það niðurstaða kviðdómsins að Hill bæri 99 prósent ábyrgð á eigin dauða, lögreglumaðurinn bæri hins vegar eitt prósent ábyrgð. Kviðdómur var einnig beðinn um að meta hvort að fjölskylda Hill ætti rétt á skaðabótum. Að mati kviðdóms var það svo og ákvað hann að saman ættu þau rétt á fjórum dollurum, einn fyrir eiginkonuna og einn fyrir hvora dóttur. Lögmaður fjölskyldunnar hefur gagnrýnt niðurstöðu kviðdóms harkalega og segir hann augljóst að málinu verði áfrýjað. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Fjölskylda manns sem skotinn var til bana af lögreglumanni í Bandaríkjunum fær samtals fjóra dollara, um 400 krónur, í skaðabætur. Kviðdómur komst að þessari niðurstöðu í dómsmáli sem fjölskyldan höfðaði. BBC greinir frá. Gregory Vaughn Hill jr. var skotinn til bana árið 2014 í St. Lucie sýslu í Flórída, eftir að lögregla kom að heimili hans vegna kvartana yfir hávaða. Hill var skotinn í gegnum hurð en óhlaðin byssa fannst í grennd við lík hans. Deild var um hvort hann hafði haldið á henni eða ekki. Eiginkona hans höfðaði mál gegn lögreglunni í eigin nafni og fyrir tvær dætur hennar og Hill. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn hefði ekki beitt óhóflegu valdi er hann skaut Hill til bana. Var það niðurstaða kviðdómsins að Hill bæri 99 prósent ábyrgð á eigin dauða, lögreglumaðurinn bæri hins vegar eitt prósent ábyrgð. Kviðdómur var einnig beðinn um að meta hvort að fjölskylda Hill ætti rétt á skaðabótum. Að mati kviðdóms var það svo og ákvað hann að saman ættu þau rétt á fjórum dollurum, einn fyrir eiginkonuna og einn fyrir hvora dóttur. Lögmaður fjölskyldunnar hefur gagnrýnt niðurstöðu kviðdóms harkalega og segir hann augljóst að málinu verði áfrýjað.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira