Vinsælasti þátturinn af Dallas kom við sögu í langbestu fyrirsögn dagsins um NBA úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 23:30 Nafnarnir J. R. Smith og J. R. Ewing. Vísir/Getty Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins. Cleveland leikmaðurinn J. R. Smith var skúrkur næturinnar þegar hann reyndi ekki að skora á lokasekúndum venjulegs leiktíma í fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan var jöfn og eftir sóknarfrákast J. R. Smith þá fékk Cleveland liðið nokkrar sekúndur til að skora sigurkörfuna. Í stað þess að skjóta eða gefa á opinn mann þá lét J. R. Smith tímann renna út og því varð að framlengja. Golden State liðið vann framlenginguna og er komið í 1-0 í einvíginu. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Fólkið á New York Post var með puttann á púlsinum þegar kom að því að hann forsíðufyrirsögn dagsins og þar þótti alveg tilvalið að nýta sér það að J. R. Smith átti mjög frægan nafna í Dallas sjónvarpsþáttunum. Frægasti þáttur Dallas var án vafa þátturinn „Who shot J.R.?" sem er enn í dag það sjónvarpsefni sem hefur fengið næstmest áhorf í sögu bandarísks sjónvarps. Fyrirsögnin heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér fyrir neðan en það þarf samt örugglega að útskýra hana fyrir yngri kynslóðinni sem man ekkert eftir Dallas þáttunum. Þátturinn „Who shot J.R.?" var sem dæmi frumsýndur í nóvember 1980. Fyrirsögnina í New York Post má sjá hér fyrir neðan.The back page: J.R. being J.R. #nbafinals https://t.co/CVCQXSesJkpic.twitter.com/lWnNQMTRIL — New York Post Sports (@nypostsports) June 1, 2018 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins. Cleveland leikmaðurinn J. R. Smith var skúrkur næturinnar þegar hann reyndi ekki að skora á lokasekúndum venjulegs leiktíma í fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan var jöfn og eftir sóknarfrákast J. R. Smith þá fékk Cleveland liðið nokkrar sekúndur til að skora sigurkörfuna. Í stað þess að skjóta eða gefa á opinn mann þá lét J. R. Smith tímann renna út og því varð að framlengja. Golden State liðið vann framlenginguna og er komið í 1-0 í einvíginu. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Fólkið á New York Post var með puttann á púlsinum þegar kom að því að hann forsíðufyrirsögn dagsins og þar þótti alveg tilvalið að nýta sér það að J. R. Smith átti mjög frægan nafna í Dallas sjónvarpsþáttunum. Frægasti þáttur Dallas var án vafa þátturinn „Who shot J.R.?" sem er enn í dag það sjónvarpsefni sem hefur fengið næstmest áhorf í sögu bandarísks sjónvarps. Fyrirsögnin heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér fyrir neðan en það þarf samt örugglega að útskýra hana fyrir yngri kynslóðinni sem man ekkert eftir Dallas þáttunum. Þátturinn „Who shot J.R.?" var sem dæmi frumsýndur í nóvember 1980. Fyrirsögnina í New York Post má sjá hér fyrir neðan.The back page: J.R. being J.R. #nbafinals https://t.co/CVCQXSesJkpic.twitter.com/lWnNQMTRIL — New York Post Sports (@nypostsports) June 1, 2018
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira