Óvenju mikið ísrek við Jökulsárlón Gissur Sigurðsson skrifar 19. júní 2018 20:15 Myndin var tekin í gærkvöldi á Jöklusárlóni þar sem óvenju mikið ísrek hefur verið. halli Óvenjumikið ísrek hefur verið á Jökulsárlóni og varð ferðaþjónustufyrirtæki þar að hætta siglingum í gærkvöldi af öryggisástæðum. Þá biðu hátt í 200 ferðamenn eftir að komast í siglingu en engin áhætta var tekin. Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri við Jökulsárlón, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að vegna ísreksins hafi ekki verið hægt að sigla í morgun. „Þeir eru búnir að ná að brjótast í gegnum ísinn núna og við erum að vona að það gerist á næsta hálftímanum að þeir gefi „go“ á þetta,“ sagði Ágúst. Aðspurður hvort jakarnir væru stórir sagði Ágúst að einn og einn væri nokkuð stór inn á milli sem væri samt hægt að ýta með litlum gúmmítuðrum. „En mest er þetta bara íshröngl, svona 20 til 30 kílóa stykki, mjög þétt út um allt sem við þurfum að ryðja leið í gegnum.“En það er engin hætta á að stórir jakar velti þarna með tilheyrandi busli? „Það getur alltaf gerst en við förum bara ekki nálægt svoleiðis jökum en auðvitað getur allt gerst hérna og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að við förum ekki nálægt svoleiðis jökum.“Er mikil ásókn í siglingar hjá ykkur núna? „Já, það er mjög mikið. Ætli það bíði ekki 200 manns eftir því að komast í ferð þannig að við bíðum bara spennt eftir að geta byrjað að afgreiða þau.“Frá Jökulsárlóni í gær.halliHætta þurfti siglingum á lóninu í gærkvöldi út af ísnum.halli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Óvenjumikið ísrek hefur verið á Jökulsárlóni og varð ferðaþjónustufyrirtæki þar að hætta siglingum í gærkvöldi af öryggisástæðum. Þá biðu hátt í 200 ferðamenn eftir að komast í siglingu en engin áhætta var tekin. Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri við Jökulsárlón, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að vegna ísreksins hafi ekki verið hægt að sigla í morgun. „Þeir eru búnir að ná að brjótast í gegnum ísinn núna og við erum að vona að það gerist á næsta hálftímanum að þeir gefi „go“ á þetta,“ sagði Ágúst. Aðspurður hvort jakarnir væru stórir sagði Ágúst að einn og einn væri nokkuð stór inn á milli sem væri samt hægt að ýta með litlum gúmmítuðrum. „En mest er þetta bara íshröngl, svona 20 til 30 kílóa stykki, mjög þétt út um allt sem við þurfum að ryðja leið í gegnum.“En það er engin hætta á að stórir jakar velti þarna með tilheyrandi busli? „Það getur alltaf gerst en við förum bara ekki nálægt svoleiðis jökum en auðvitað getur allt gerst hérna og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að við förum ekki nálægt svoleiðis jökum.“Er mikil ásókn í siglingar hjá ykkur núna? „Já, það er mjög mikið. Ætli það bíði ekki 200 manns eftir því að komast í ferð þannig að við bíðum bara spennt eftir að geta byrjað að afgreiða þau.“Frá Jökulsárlóni í gær.halliHætta þurfti siglingum á lóninu í gærkvöldi út af ísnum.halli
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira