Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júní 2018 20:30 Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28