200 milljóna Rúnar Alex ekki smeykur við titilinn dýrasti markvörður Íslandssögunnar Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 07:45 Rúnar Alex Rúnarsson verður í eldlínunni í frönsku 1. deildinni á næstu leiktíð. vísri/getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira