Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 16:15 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45