Dietmar Hamann: Ísland er komið á heimskortið Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 14:30 Íslensku strákarnir fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/vilhelm Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30
Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30
Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11
HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00