Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Samtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. Fréttablaðið/Ernir Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54