Borgarlistamaðurinn varð HM-sérfræðingur á þremur korterum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir við athöfnina í Höfða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15