Kóreumenn skiptast á treyjunúmerum á æfingum því „vestrænir menn þekkja Asíubúa ekki í sundur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 18:30 Shin Tae-yong á æfingu Suður-Kóreu Vísir/getty Svíþjóð og Suður Kórea mætast í fyrsta leik á HM á morgun. Liðin þekkjast ekkert sérstaklega vel og hefur verið mikið drama fyrir leikinn í kringum njósnir Svíanna á andstæðingum sínum. Einn leikgreinandi Svía, Lars Jacobsson, var fjarlægður af lokaðri æfingu Suður-Kóreumanna á dögunum. Landsliðsþjálfari Svía, Janne Andersson, baðst afsökunar á atvikinu á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag en hann sagði Svíana hafa haldið að æfingin væri opin og um misskilning væri að ræða. Andersson neitaði hins vegar að ræða sögusagnirnar um að Jacobsson hafi leigt íbúð með útsýni yfir æfingasvæði Suður-Kóreumanna. Jacobsson hefur sagt það eitt erfiðasta verkefni hans á ferlinum að njósna um og leikgreina Suður-Kóreumenn. „Það er mjög mikilvægt að sýna andstæðingnum virðingu og ef við höfum virst gera eitthvað annað þá biðst ég afsökunar á því,“ sagði Andersson á blaðamannafundinum. Landsliðsþjálfari Suður-Kóreu Shin Tae-yong sagði að þeir hefðu tekið upp á því að láta leikmenn skiptast á treyjunúmerum á æfingum til þess að rugla njósnara Svíanna í ríminu. Hann sagði „fólk í vesturheiminum eiga erfitt með að þekkja Asíubúa í sundur,“ og þess vegna hefðu þeir tekið upp á þessu athæfi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Svíþjóð og Suður Kórea mætast í fyrsta leik á HM á morgun. Liðin þekkjast ekkert sérstaklega vel og hefur verið mikið drama fyrir leikinn í kringum njósnir Svíanna á andstæðingum sínum. Einn leikgreinandi Svía, Lars Jacobsson, var fjarlægður af lokaðri æfingu Suður-Kóreumanna á dögunum. Landsliðsþjálfari Svía, Janne Andersson, baðst afsökunar á atvikinu á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag en hann sagði Svíana hafa haldið að æfingin væri opin og um misskilning væri að ræða. Andersson neitaði hins vegar að ræða sögusagnirnar um að Jacobsson hafi leigt íbúð með útsýni yfir æfingasvæði Suður-Kóreumanna. Jacobsson hefur sagt það eitt erfiðasta verkefni hans á ferlinum að njósna um og leikgreina Suður-Kóreumenn. „Það er mjög mikilvægt að sýna andstæðingnum virðingu og ef við höfum virst gera eitthvað annað þá biðst ég afsökunar á því,“ sagði Andersson á blaðamannafundinum. Landsliðsþjálfari Suður-Kóreu Shin Tae-yong sagði að þeir hefðu tekið upp á því að láta leikmenn skiptast á treyjunúmerum á æfingum til þess að rugla njósnara Svíanna í ríminu. Hann sagði „fólk í vesturheiminum eiga erfitt með að þekkja Asíubúa í sundur,“ og þess vegna hefðu þeir tekið upp á þessu athæfi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira