Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 12:15 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að leikmenn sem spiluðu gegn Argentínu í dag hafi fengið minni svefn í nótt en til stóð. Byrjunarliðsmenn tóku því rólega á meðan varamenn tóku kraftmikla æfingu. „Það eru náttúrulega margir þreyttir og við leyfum þeim að stjórnar álaginu í dag, keyrum á hina,“ sagði Heimir. Ferðalagið til baka til Kabardinka gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær. „Það var seinkun á fluginu svo við lentum seint og ekki búnir að sofa alveg nógu mikið. Menn eru þreyttir og lúnir,“ sagði Heimir. Það hefði kostað mikla orku að verjast í gær, meiri orka fari yfirleitt í að verjast en að vera með boltann. „Strákarnir eiga skilið að hvíla í dag.“Dauðþreyttir Birkir Bjarna, Kári og Emil á æfingasvæðinu í morgun.Vísir/VilhelmHeimir minntist á stöðuna á Jóhanni Berg. Hann hefði farið í myndatöku í morgun og beðið væri niðurstöðu úr henni. Hann átti ekki von á því að Jóhann gæti spilað á föstudaginn gegn Nígeríu en hann er talinn tognaður á kálfa. „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér. Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Heimir hrósaði varnarleik okkar manna í hástert. „Við töpuðum ekki mörgum návígum einn gegn einum þrátt fyrir að hafa verið mikið í vörn. Þetta var algjört skólabókardæmi hvernig á að verjast. Ég hugsa að við höfum ekki fengið verri opin færi en þeir. Hefðum allt eins getað stolið þessum sigri,“ sagði Heimir. Hann segist ofboðslega ánægður með agann og einbeitinguna. Í svona leik megi ekki missa einbeitinguna í eina sekúnda. Þó geti liðið auðvitað bætt sig á mörgum sviðum, sérstaklega þegar liðið er með boltann. „Þetta er örugglega einn besti varnarleikur sem við höfum spilað, sérstaklega í ljósi þess við hverja við vorum að spila. Einstaklingsgæðin í þessu liði… Það hljóta allir að sjá hve góður varnarleikurinn var. “Heimir brosti út að eyrum á æfingasvæðinu í morgun.vísir/VilhelmFramundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag í Volgograd. Nígería tapaði 2-0 gegn Króötum í gær. „Núna erum við að fara að spila við Nígeríu í steikjandi hita, í Volgograd. Það verður allt öðruvísi leikur. Þetta eru kraftmiklir leikmenn, spila á háu tempói og eru líkamlega sterkir,“ sagði Heimir. Þeir séu „direct“, beinskeittir. „Við þurfum að safna orku fyrir þann leik. Breyta aðeins um hugsun, skipta um gír,“ sagði Heimir. Strákarnir geri upp Argentínuleikinn í kvöld og svo fari allur fókus á leikinn gegn Nígeríu. Hann á von á að Nígería verði mjög svipaður andstæðingur og Gana var á Laugardalsvelli í síðustu viku. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem dró mikið af leikmönnum Íslands í síðari hálfleik. „Það var frábært að fá Ganaleikinn fyrir Argentínuleikinn en ekki síst fyrir þennan Nígeríuleik.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira