„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 13:00 Jorge Sampaoli kolféll á prófinu gegn Íslandi í gær. vísir/getty Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30