Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 10:30 Hannes Þór Halldórsson brosmildur eftir leik í gær. vísir/getty „Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
„Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28
Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00
Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53