Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 17. júní 2018 07:49 Atli Björn Eggertsson Levy fyrir miðju með Mexíkóanum með miðana, hattana og hjálmana sem viðskiptin snerust um. Vísir/KTD Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira