Þrjár breytingar frá liðinu sem byrjaði alla leikina á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 12:15 Leikmennirnir ellefu sem byrjuðu alla fimm leikina á EM 2016. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira